Leita í fréttum mbl.is

Landbúnaður og staðan framundan

Bændur hafa ekki farið varhluta af efnahagsástandinu. Búin eru samtvinnuð heimilunum. Á síðastliðnum 10 árum hafa verið miklar tækniframfarir í landbúnaði. Framleiðslumagn á hvern bónda hefur aukist mikið og ný tækifæri skapast en að sama skapi eru skuldir margra bænda miklar. Næstu mánuðir snúast um að tryggja bændum greiðan aðgang að rekstrarfé svo búin stöðvist ekki og ekki dragi úr framleiðslunni. Ég er þeirrar skoðunar að bændur ættu að njóta sérstakra vaxtakjara þegar kemur að rekstrarfjármögnun. Bændur eru ein mikilvægasta atvinnustétt þjóðarinnar. Þeir tryggja okkur matvælaöryggi sem hefur aldrei verið mikilvægara en nú á síðustu mánuðum. Á þessum forsendum er vel hægt að réttlæta sérkjör á yfirdráttarlánum. Það er pólitísk ákvörðun að ákveða sérkjör fyrir bændur. Nú er rétti tíminn til þess að hrinda málinu í framkvæmd þar sem ríkissjóður á þrjá banka.Bændur hafa góða ímynd í fjármálastofnunum.Gríðarlegar hækkanir á áburði eru áhyggjuefni. Bændur eru víðast hvar að fullnýta búfjáráburð þannig að hann kemur ekki í staðinn fyrir tilbúinn áburð.Skuldugur ríkissjóður getur tæpast komið til hjálpar og ekki er réttlætanlegt að bændur þurfi að taka á sig þessa gríðarlegu hækkanir. Ekki er að sjá annað í stöðunni en að hærra afurðaverð þurfi að koma til. 

Auka landbúnaðarframleiðslu til útflutnings 

Það eru mörg tækifæri í landbúnaði, við eigum nóg af ræktarlandi. Nú á tímum atvinnuleysis þarf að auka landbúnaðarframleiðslu til útflutnings. Fjölmörg sveitarfélög byggja afkomu sína á landbúnaði. Það er því mjög mikilvægt að ekki dragi úr framleiðslunni. Við þurfum að auka heimavinnslu og kornrækt og skapa betri rekstrarskilyrði í greininni eins og í garðyrkju. Þjóðin hefur skilning á mikilvægi greinarinnar. Bankahrunið færði mörgum nýja sýn á mikilvægi íslensk landbúnaðar.  

Stöðugleiki í efnahagsmálum lífsnauðsynlegur 

Vaxtastigið í landinu leikur landbúnaðinn grátt eins og annan fyrirtækjarekstur. Stöðugleiki í efnahagsmálum er okkur lífsnauðsynlegur.Traust alþjóðasamfélagsins á efnahagsmálum Íslands er forsenda þess að gengi krónunnar nái jafnvægi á ný, það dragi úr verðbólgu, vextir lækki og hægt verði að skapa atvinnulífinu viðunandi starfsumhverfi. Varanlegum stöðuleika í efnahagsmálum, sem er lífsnauðsynlegur heimilum og fyrirtækjum, verður ekki komið á nema til komi myntsamstarf með öflugan Seðlabanka sem bakhjarl. Hefja ber undirbúning að slíku samstarfi strax.Losa ber sem fyrst um hindranir á flutningi fjármagns og leitast við að fá erlendan banka til að hefja hér starfsemi svo auka megi samkeppni. Stjórnmálamenn verða að bera virðingu fyrir efnahagslögmálum, misvitrar ákvarðanir stjórnmálamanna eiga þátt í því hvernig er komið fyrir þjóðinni. Slíkt má aldrei endurtaka sig.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson

 

      Formaður KSFS, kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér í      1.-2. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband