Leita í fréttum mbl.is

Birgir Þórarinsson gefur kost á sér í 1.-2. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Framsókn

Birgir Þórarinsson, formaður KSFS, kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér í 1.-2. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Birgir telur að skynsamleg nýting náttúruauðlinda til atvinnuuppbyggingar sé forgangsmál þjóðar í vanda. Næg atvinna fyrir alla sé forsenda velferðarsamfélags og lífshamingju. Efnahags- og atvinnumál eru að mati hans málefni komandi kosninga.  Birgir Þórarinsson hefur sinnt ýmsum störfum á liðnum árum m.a. hjá SPRON, verið bæjarfulltrúi í Vogum, hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar og lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Birgir er kvæntur Önnu Rut Sverrisdóttur, yfirljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þau eiga þrjá drengi. Þau eru búsett á bænum Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd.  

Birgir er með BA próf í guðfræði frá Háskóla Íslands, próf í opinberri sjórnsýslu og stjórnun frá EHÍ og meistarapróf í alþjóðasamskiptum og utanríkisþjónustu frá American University í Washington D.C. Jafnframt hefur hann próf í hagsmunagæslu og alþjóðlegri samningatækni frá Public Affairs and Advocacy Institute og Intercultural Management Institute í Washington D.C.  

Birgir hefur sérfræðiþekkingu í erlendum samskiptum og samningatækni en kunnátta á því sviði mun nýtast vel í því mikla endurreisnarstarfi sem nú blasir við íslensku þjóðinni. Traust alþjóðasamfélagsins á efnahagsmálum Íslands er forsenda þess að gengi krónunnar nái jafnvægi á ný, það dragi úr verðbólgu, vextir lækki og hægt verði að skapa atvinnulífinu viðunandi starfsumhverfi. Varanlegum stöðuleika í efnahagsmálum, sem er lífsnauðsynlegur heimilum og fyrirtækjum, verður ekki komið á nema til komi myntsamstarf með öflugan Seðlabanka sem bakhjarl. Hefja ber undirbúning að slíku samstarfi strax. Mæta verður verulegum kostnaðarhækkunum einstakra atvinnugreina eins og í byggingariðnaði með sértækum tímabundnum aðgerðum. Bændur verða að hafa greiðan aðgang að rekstrarfé á góðum kjörum svo landbúnaðarframleiðsla skerðist ekki og matvælaöryggi þjóðarinnar verði tryggt. Losa ber sem fyrst um hindranir á flutningi fjármagns og leitast við að fá erlendan banka til að hefja hér starfsemi svo auka megi samkeppni. Kanna ber til hlítar réttarstöðu Íslands gagnvart erlendum skuldbindingum bankahrunsins. Styðja ber vel við saksóknara bankahrunsins og hraða rannsókn mála.

Stjórnmálamenn verða að bera virðingu fyrir efnahagslögmálum, misvitrar ákvarðanir stjórnmálamanna eiga þátt í því hvernig er komið fyrir þjóðinni. Framsóknarflokkurinn er atvinnumálaflokkur. Saga flokksins sýnir það og sannar að hann hefur ávallt lagt ríka áherslu á atvinnuuppbyggingu og verið óhræddur við að taka erfiðar ákvarðanir til þess að tryggja mætti atvinnu.  

Nýr stjórnmálamaður – Framsókn nýrra tíma – Nýtt endurreist Ísland.


Næsta færsla »

Höfundur

Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson

 

      Formaður KSFS, kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér í      1.-2. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband